Geggjað matarstell með gulldiskum

Eruð þið að sjá glamúrinn í þessum matardiskum!
Eruð þið að sjá glamúrinn í þessum matardiskum! mbl.is/Serax

Hvað gerist þegar vinsæll vöruhönnuður, Michelin-kokkur, vatnsframleiðandinn S. Pellegrino og Serax taka höndum saman? Útkoman verður mögnuð þegar hæfileikaríkir aðilar sameina krafta sína í nýjum vörum, og hjá þeim eru engin takmörk.

Þessir snillingar hafa nú hannað nýjan borðbúnað sem hugsaður er fyrir veitingahúsageirann og líka meistarakokka heima fyrir eins og þig. Hugmyndin var í framkvæmd í rúmt ár þar til útkoman varð þessi – ný vörulína undir nafni S. Pellegrino, framleidd af Serax. Algjör fullkomnun!

Hönnunin er stílhrein með ótal möguleikum þar sem blanda má litum og stærðum saman að vild og útkoman verður alltaf glæsileg.

Splúnkunýr og dásamlega fallegur borðbúnaður framleiddur undir nafni þekkta vatnsframleiðandans ...
Splúnkunýr og dásamlega fallegur borðbúnaður framleiddur undir nafni þekkta vatnsframleiðandans S.Pellegrino. mbl.is/Serax
Áferðirnar og litirnir eru algjörlega að tala saman.
Áferðirnar og litirnir eru algjörlega að tala saman. mbl.is/Serax
mbl.is