Er bollakökublómvöndur nýjasta æðið?

Hér eru lifandi blóm notuð með.
Hér eru lifandi blóm notuð með. Mykarmastream

Hversu tryllt væri að hafa bollakökuvönd á borðinu í næsta afmæli, fermingu eða brúðkaupi? Það er sáraeinfalt í framkvæmd og kemur öllum skemmtilega á óvart.

Til þess að búa til bollakökuvönd þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga:

  • Veldu blómapott, vasa eða annað sem á að „halda“ á vendinum.
  • Hentugt er að nota hringlaga svamp eða frauðkúlu sem bindur vöndinn saman.
  • Notaðu tannstöngla til að stinga í kúluna og til að festa bollakökurnar. Bíðið með að setja kremið á kökurnar áður en þær eru festar á kúluna, því annars fer það allt út um allt.
  • Gott er að setja eitthvað á milli þar sem sést í svampinn, t.d. blóm eða silkipappír.
  • Að lokum eru kökurnar skreyttar og vöndurinn settur á borðið.
Við fyrstu sýn virkar þessi vöndur ekki til að vera ...
Við fyrstu sýn virkar þessi vöndur ekki til að vera eitthvað sem má borða. mbl.is/Mykarmastream
Best er að byrja á því að festa kökurnar áður ...
Best er að byrja á því að festa kökurnar áður en þær eru skreyttar til að kremið fari ekki út um allt. Mykarmastream
Mykarmastream
Mykarmastream
Ef þú ert lúnkinn við að skreyta bollakökur þá er ...
Ef þú ert lúnkinn við að skreyta bollakökur þá er þessi vöndur lítið mál fyrir þig. Mykarmastream
Hér eru „mini“ form notuð undir bollakökurnar.
Hér eru „mini“ form notuð undir bollakökurnar. Mykarmastream
mbl.is