Húsráð sem þú mátt alls ekki láta fram hjá þér fara

Prófaðu að bleyta eldhúspappír og nuddaðu blöðin á grænblöðungunum þínum …
Prófaðu að bleyta eldhúspappír og nuddaðu blöðin á grænblöðungunum þínum með majónesi - og plantan mun glansa sem aldrei fyrr. mbl.is/Pinterest

Við getum alltaf á okkur fleiri húsráðum bætt, hvort sem við förum eftir þeim eða hvað.

  1. Plönturnar okkar komast ekkert undan með að fá á sig ryk frekar en húsgögn. Gott er að baða þær reglulega og til að fá meiri glans á grænu blöðin þá bleytir þú einfaldlega eldhúspappír, setur smávegis af majónesi og nuddar blöðin sem fá ljómann sinn á ný.
  2. Er hnútur á hálskeðjunni þinni – það getur verið svo pirrandi.  Stráðu smá barna púðri á keðjuna og notaðu tannstöngul til að ná henni í sundur.
  3. Flestar konur nota einhverskonar töskur daglega undir alls kyns þarflegan óþarfa. Slíkur fylgihlutur á það til að gleymast í þrifrútínunni. Geymdu lítinn pakka af blautþurrkum í töskunni og þurrkaðu annað slagið innan úr henni – þú munt finna muninn. 
  4. Best er að strauja krumpur úr skyrtum þegar þær eru pínu rakar. Fullkomið eftir smá snúning í þurrkaranum eða þá að spreyja aðeins á þær vatni með vatnsbrúsa.
  5. Það er fullkomið að nota kaffifilter til að þrífa spegla því þeir skilja ekki eftir sig nein för líkt og eldhúsrúllan á til með að gera.
  6. Taktu til á nokkrum sekúndum með því að laga blaðabunkann á borðinu, raða fjarstýringunum í röð og hrissta aðeins upp í púðunum.
  7. Við vitum öll að tuskudýrin sem börnin okkar sofa með daglega safna í sig dágóðu magni af ryki. Þess vegna er stórfínt ráð að rúlla þau með fatarúllu þess á milli sem þau fá snúning í þvottavélinni.
  8. Til að fá meiri glans á gluggana við þrif, getur þú blandað 2 msk af hvítu ediki í sirka 4 L af vatni. Og best er að nota microfiber klút til að losna við rákir þegar gluggarnir eru þurrkaðir.
  9. Fáðu góðan ilm í húsið á meðan þú þrífur. Settu ferska salvíu í brúsa ásamt 1 dl af ediki og fyllið upp með vatni. Einnig má nota euqalyptus eða aðra ilmandi jurt.
  10. Ef það brakar í gólfinu heima þá er einföld lausn að strá smá baby-púðri í gólfrifurnar og vandamálið er leyst.
  11. Viltu glamúrinn og glansinn aftur á koparpottana þína? Nuddaðu þá upp úr tómatsósu því það svínvirkar.
mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert