Carlsberg hættir með plasthringina

Eftir þriggja ára þróunarvinnu og áralanga bið neytenda er loksins kominn staðgengill kippu-plastsins ógurlega. Um er að ræða byltingarkennda nýjung frá danska drykkjarframleiðandanum Carlsberg sem hefur fundið leið til að líma dósirnar saman. 

Fyrir vikið verður fljótlega hægt að kveðja kippu-plastið sem valdið hefur gríðarlegum umhverfisspjöllum. 

Neytendur eru skiljanlega hæstánægðir með þessa nýjung en hún mun fyrst koma í verslanir í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert