Svaðalegur Tex-Mex-fiskréttur sem krakkarnir elska

Þessi uppskrift ætti engan að svíkja en hér blandast saman hágæðafiskur og mexíkósk matargerð. Útkoman er alveg hreint upp á 10 enda réttur sem allir í fjölskyldunni elska. 

Þessi uppskrift kemur úr smiðju Einn, tveir og elda og eins og þeirra er von og vísa er rétturinn bæði bráðhollur og einstaklega bragðgóður. 

Tex Mex-fiskréttur

Fyrir tvo

  • 400 gr. ýsa
  • 100 gr. mild salsasósa
  • 100 gr. svartar baunir
  • 100 gr. maísbaunir
  • 1 tsk. broddkúmen
  • ½ tsk. svartur pipar
  • ½ tsk. gróft salt
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 80 gr. rifinn ostur
  • 50 gr. nachos-flögur

1. Hitið ofninn í 200°C. Saxið hvítlauk og blandið honum saman við salsað, nýrnabaunirnar, maísinn og smá salt og pipar.

2. Dreifið olíu í eldfast mót og setjið salsa-baunablönduna í botninn á mótinu, leggið síðan ýsubitana ofan á.

3. Dreifið broddkúmeninu, saltinu og piparnum yfir fiskinn og síðan rifna ostinum, bakið í ofninum í um það bil 25 mínútur eða þar til fiskurinn er orðinn fulleldaður. Berið fiskréttinn síðan fram ásamt nachos-flögunum. Njótið vel!

mbl.is