Lasagna með leynihráefni sem toppar allt

Lasagna er réttur sem allir elska, og þessi er með ...
Lasagna er réttur sem allir elska, og þessi er með smávegis af dökku súkkulaði. mbl.is/Winnie Methmann

Hver hefði trúað að eins einfaldur réttur og lasagna er, væri einn sá vinsælasti á mörgum heimilum? Það er svo þægilegt að henda í lasagna og allir verða sáttir. Í þessum rétti eru tortilla-kökur í staðinn fyrir lasagna-plötur og svo er smávegis af dökku súkkulaði sem ætti að kæta einhverja.

Mexíkóskt lasagna með súkkulaði

 • 400 g nautahakk
 • 1 stór laukur
 • 3 feitir hvítlaukar
 • 1 lítill rauður chili
 • Ólífuolía
 • 1 msk. papríkuduft
 • 1 tsk. kanill
 • ½ msk. kúmen
 • 2 dósir hakkaðir tómatar
 • 140 g tómatpúrra
 • 1 nautakraftsteningur
 • 1 dós nýrnabaunir
 • 1 dós maísbaunir
 • 30 g dökkt súkkulaði
 • 3 msk. balsamik-edik
 • Salt og pipar
 • 1 pakki tortilla-kökur
 • 2½ dl sýrður rjómi, 18%
 • 150 g cheddar ostur
 • Kóríander, ferskt
 • Blandað salat

Aðferð:

 1. Saxið fínt lauk, hvítlauk og chili og steikið á pönnu upp úr olíu. Bætið nautahakkinu út í ásamt kryddi og steikið þar til hakkið er orðið brúnt. Setjið tómatana úr dós, tómatpúrru og nautakraftinn út á pönnuna og leyfið þessu að malla í 10 mínútur.
 2. Látið vökvann renna af maís- og nýrnabaununum og bætið út á pönnuna. Smakkið réttinn til með súkkulaði, balsamik-edik, salti og pipar.
 3. Hitið ofninn á 175°. Setjið kjötsósu í botninn á smurðu eldföstu móti. Leggið tortilla-köku ofan á og smyrjið hana með sýrðum rjóma. Setjið aftur kjötsósu og smávegis af rifnum cheddar-osti. Því næst kemur tortilla-kaka, sýrður rjómi, kjötsósa og cheddar-ostur – þar til fatið er orðið fullt. Endið með að dreifa cheddar-osti yfir réttinn og bakið í ofni í 25 mínútur þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram með kóríander og blönduðu salati.
mbl.is