Pasta með rjómasósu, rósakáli og kjötbollum

mbl.is/Yammie´s Noshery

Þessar kjötbollur ættu að tryggja heimilisfrið og almenna hamingju í nokkuð góða stund enda eru þær himneskar á bragðið. Reyndar má alveg sleppa kjötinu ef út í það er farið. Rétturinn er jafn góður fyrir vikið. 

Pasta með rjómasósu, rósakáli og kjötbollum

Handa fjórum 

Bollurnar 

 • 250 g kjöthakk (svínahakk, nauthakk eða blanda af þessu tvennu) 
 • 2 msk. hveiti 
 • 1 msk. tómatsósa 
 • 1 msk. ólífuolía 
 • 2 slettur Worcesterchire-sósa 
 • 3 msk. parmesan-ostur 
 • 1 tsk. oreganó (þurrkað eða ferskt, en þá þarf meira magn) 
 • 1 tsk. salvía 
 • 1 tsk. fennelfræ 
 • 1 tsk. hvítlauksduft 
 • ½ tsk. paprikuduft 
 • ¼ tsk. svartur pipar 
 • ¼ tsk. cayenne-pipar 
 • ½ tsk. salt 

Sósan 

 • 170 g penne pasta, eða u.þ.b. 3 bollar soðið (1 2/3 þurrkað), notið glútenlaust 
 • 2/3 bolli rósakál, skorið í tvennt 
 • 3 msk. smjör 
 • ½ stór laukur, saxaður 
 • ½ bolli sveppir, sneiddir 
 • 3 hvítlauksrif, marin eða smátt söxuð 
 • smávisk af salvíu 
 • 3 bollar hveiti (eða  
 • ¼ bolli þurrt hvítvín) 
 • 1 ½ bolli matreiðslurjómi (eða jurtarjómi) 
 • 1 tsk. salt 
 • ½ tsk. pipar 
 • ½ bolli (eða meira) mozzarella 

Aðferð:

Byrjið á að blanda saman öllum innihaldsefnum í bollurnar, mótið þær síðan í þá stærð sem þið óskið og steikið í nokkrum skeiðum af ólífuolíu við meðalhita á pönnu sem má setja í ofn. Þegar þær eru orðnar fallega brúnar á öllum hliðum færið þær af pönnunni í stóra skál. 

Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. 

Steikið rósakálið við meðalhita á pönnunni, bætið við olíu ef þarf, snúið sárinu niður. Þegar kálið er fallega brúnt og stökkt á þeirri hlið hrærið í því, færið í skálina með kjötbollunum þegar það er gegneldað. 

Bætið smjörinu á pönnuna. Setjið laukinn, hvítlaukinn, sveppina og salvíuna út í og brúnið létt. 

Bætið hveitinu út í og hrærið vel. Hellið víninu saman við og haldið áfram að hræra. Bætið loks rjómanum út í og hrærið þar til sósan er orðin samfelld og kekkjalaus. Kryddið með salti og pipar. 

Hellið bollunum, kálinu og pastanu á pönnuna og blandið öllu varlega saman. Dreifið mozzarella-ostinum yfir. 

Stingið pönnunni í ofn og hitið þar til osturinn er bráðinn.

 

 

mbl.is/Yammie´s Noshery
mbl.is