Drykkurinn sem gerir lífið betra

Það er nauðsynlegt að kunna að gera góðan drykk - þá ekki síst ef sólin skyldi gægjast fram og það væri tilefni til að skála. Þessi drykkur er afskaplega góður á bragðið, meinhollur og það skemmtilega við hann er að hann kemur á óvart. Gestunum þínum myndi seint detta í hug að þú ætlaðir að bjóða upp á þessa dásemd og svo er hann þess eðlis að lítið mál er að hella hvaða tegund sem er (nánast) af áfengi saman við hann sé sá gállinn á liðinu...

Draumadrykkurinn

  • 50 g gróft saxað engifer
  • 3 kíví, flysjuð
  • 100 g ferskur ananas
  • 2 lime sneiðar
  • 20 g ginseng (má sleppa)
  • 100 g vatn
  • 100 g sykur (eða annað sætuefni)
  • 200 g ísmolar

Aðferð:

Sjóddu upp á vatni, sykri engiferi, límónum og ginsengi. Eftir suðu er gott að setja plastfilmu yfir pottinn og láta standa í klukkustund.

Sigtaðu engifer, lime og ginseng frá, helltu vökvanum í blandarann ásamt ísmolum, kíví og ananans. Maukaðu vel og skreyttu með kívísneiðum – eða lime.

Hér skiptir máli að nota góðan blandara sem tekur klakana eins og ekkert sé. Við mælum með Vitamix eða sambærilegri græju fyrir sumarið svo hægt sé að blanda ferska drykki með ísmolum í allt sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert