Sérlega danskt og lekkert salat sem engan svíkur

Fallegt og ferskt, og þess virði að smakka.
Fallegt og ferskt, og þess virði að smakka. mbl.is/Columbus Leth

Það eru óteljandi útfærslur til af salötum og þá með mismunandi dressingum. Hér kemur ein sem er þess virði að smakka.

Appelsínudressingin er algjörlega geggjuð enda blandast þar saman bragðtegunir sem eiga einstaklega vel saman og kallast vel á. Hægt er að nota dressingurna eina og sér með hvaða salati sem er þannig að ef jarðarberin og appelsínurnar er fulldjarft fyrir þig þá hvetjum við þig til að prófa dressinguna. 

Salat með appelsínudressingu

 • kínakál
 • 3 appelsínur
 • fersk basilika
 • 250 g jarðarber
 • 100 g möndlur

Appelsínudressing:

 • ¾ dl rapsolía
 • 2 msk. hunang
 • Salt og pipar
 • 1 tsk. kúmen

Aðferð:

 1. Skolið salatið og skerið í þunna báta.
 2. Skrælið appelsínurnar og skerið í sneiðar án þess að hvíti hlutinn af berkinum komi með. Geymdu safann sem drýpur af þegar þú skrælir appelsínurnar.
 3. Saxið basiliku gróflega, skolið jarðarberin og skerið í skífur.
 4. Ristið möndlurnar á þurri pönnu og hakkið gróflega.
 5. Setjið salatið á fat og stráið möndlunum yfir.
 6. Dressing: Blandið öllum hráefnum saman og auka appelsínusafanum ef einhver er og hellið yfir salatið.
mbl.is