Bananabrauð sem bætir lífið

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér er áhugaverð tilraunamennska í gangi. Berglind Hreiðarsdóttir, alla jafna kennd við Gotteri.is, er hér að prófa sig áfram og það verður að segjast eins og er að það er margt vitlausara. 

Hér erum við að tala um bananabrauð með majónesi og sjálf segir Berglind að útkoman hafi verið frábær. Við hvetjum ykkur til að prófa því það er nákvæmlega ekkert sem kemur okkur á óvart lengur. 

Matarblogg Berglindar er hægt að nálgast HÉR.

Bananabrauð með M A J Ó N E S I

• 2 pískuð egg
• 150 ml majónes frá E. Finnsson
• 3 þroskaðir og vel stappaðir bananar
• 250 gr. hveiti
• 230 gr. sykur
• 1 tsk. matarsódi
• 1 tsk. salt

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 170°C.
2. Smyrjið vel ílangt brauðform.
3. Blandið öllum hráefnum vel saman og hrærið þar til vel blandað en ekki of lengi samt.
4. Hellið í formið og bakið í 55-65 mínútur eða þar til prjónn kemur út hreinn eða með smá kökumylsnu.
5. Brauðið er mjög gott volgt með smjöri og osti.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert