Glataði ævisparnaðinum í Costco-frysti

mbl.is/Kristinn Magnússon

Kona nokkur í Colorado-ríki í Bandaríkjunum lenti nýverið í afar slæmri lífsreynslu þegar ævisparnaðurinn gufaði upp.

Forsaga málsins er sú að skilareglur í Costco eru afar sveigjanlegar og leggur fyrirtækið sig fram við að sinna þeim málum sem best. Renee Reese var nýbúin að kaupa sér nýjan frysti þegar hún tók eftir því að hurðin á honum virkaði ekki sem skyldi. Hún hringdi í fyrirtækið og lét vita og áður en hún vissi af var nýr frystir mættur á svæðið. 

Og hér vandast málið...

Reese geymdi nefnilega ævisparnaðinn sinn sem taldi tæpar fjórar milljónir í reiðufé í frystinum. Hún sagðist fara sjaldan í bankann og valdi frystinn því hann myndi halda fénu öruggu þótt húsið brynni. Hún var að sjálfsögðu búin að koma seðlunum fyrir í nýja frystinum en þegar flutningamenn mættu á svæðið með nýja frystinn hafi komið á hana fát og hún þurft að tæma frystinn á ógnarhraða. Hún hafi talið að dóttir sín hefði fært peningana en þegar í ljós kom að svo var ekki hafði Reese samband við Costco. Þar á bæ fundu menn ekki peningana né heldur flutningafyrirtækið sem sá um skiptin. 

Ekki er enn komið í ljós hvernig lyktir þessa máls verða en Reese er á því að Costco eigi að bæta henni tjónið þar sem augljóst sé að undirverktakar þeirra hafi stolið því og ábyrgðin sé því þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert