Kjötbollur í karrý sem slá í gegn

Bollur í karrý með ferskum eplum og kókosmjöli verður að …
Bollur í karrý með ferskum eplum og kókosmjöli verður að smakkast. mbl.is/SpisBedre

Bollur í karrý þekkjast víða á heimilum og eru oft í miklu uppáhaldi hjá stórum sem smáum. Hér er búið að bæta eplum og kókos í réttinn sem gerir hann ferskan og spennandi.

Bollur í karrý með eplum og kókosmjöli (fyrir 4)

  • 500 g hakk að eigin vali
  • 2 tsk salt
  • 1 laukur
  • 1 egg
  • 1 dl haframjöl
  • Pipar
  • 1½ dl vatn
  • 1 msk kókosolía til steikingar
  • 3 rauðlaukar
  • 3 epli
  • 1 msk karrý
  • 4 dl kókosmjólk

Karrý hrísgrjón:

  • 4 dl hrísgrjón
  • 2 tsk karry
  • 1 grænmetisteningur

Annað:

  • 1½ dl kókosmjöl
  • Handfylli ferskt kóríander

Aðferð:

  1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum og blandið karrý og grænmetisteningnum út í vatnið.
  2. Blandið salti saman við hakkið. Skerið laukinn smátt og blandið við hakkið ásamt eggi, haframjöli og pipar. Hrærið vatninu út í smám saman og leyfið hakkblöndunni að hvíla í kæli í 10 mínútur. Setjið jafnvel aðeins meira vatn ef þörf er á.
  3. Formið hakkið í litlar bollur og steikið upp úr kókosolíu á pönnu.
  4. Skerið rauðlaukinn í báta. Skolið eplin og skerið í teninga.
  5. Ristið rauðlauk og eplum upp úr karrý á pönnu. Bætið við kókosmjólk og kjötbollunum og leyfið þessu að malla í 5 mínútur. Bætið við smá vatni ef þörf er á og smakkið til með salti og pipar.
  6. Berið fram með karrý hrísgrjónum og stráið kókosmjöli og kóríander yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert