Baneitraðir partýpinnar fyrir fullorðna

Pina Colada í föstu formi fyrir fullorðna.
Pina Colada í föstu formi fyrir fullorðna. mbl.is/minimalistbaker.com

Þó að sumarið sé liðið má lengi vel smjatta á góðum frostpinna. Þessir Pina Colada-pinnar eru bara fyrir fullorðna og ættu að kæla einhverja niður eftir annasaman dag.

Frostpinnar fyrir fullorðna (8 stk.)

  • 1 bolli ferskur ananas
  • 1½ msk. romm (t.d. Malibu)
  • 1 dós kókosmjólk
  • 3 msk. sykur, eða maple-síróp

Aðferð:

  1. Setjið ananas í skál og hellið romminu yfir. Leyfið því að standa í 5-10 mínútur og hrærið í blöndunni af og til.
  2. Kókosmjólk og sykur fer saman í blandara á fullum krafti í 1 mínútu. Takið ananasinn og hellið romminu af sem er í skálinni og ananasinn fer út í blandarann. Ekki láta þó rommið fara til spillis – fáið ykkur bara sopa af því! Setjið blandarann aftur í gang en passið að ananasinn maukist ekki of mikið, það er gott að hafa litla bita í frostpinnunum.
  3. Hellið blöndunni í ísform og setjið í frysti í 4-6 tíma. 
mbl.is/minimalistbaker.com
mbl.is/minimalistbaker.com
mbl.is