Einkakokkur Clooney hjónanna leysir frá skjóðunni

Hér er greinilega mikil matarást á ferðinni.
Hér er greinilega mikil matarást á ferðinni. mbl.is/George Clooney fyrir People

Í nýjasta tölublaði tímaritsins People er að finna viðtal við Viviana Frizzi sem sjálfsagt þekktust fyrir að vera einkakokkur George og Amal Clooney í villu þeirra við Como vatn á Ítalíu. 

Viviana var reyndar búin að geta sér gott orð sem matreiðslumaður áður en Clooney réði hana til starfa árið 2013 en ást þeirra hjóna á henni og matnum hennar er þess valdandi að hún er ómissandi hluti af lífi fjölskyldunnar. 

Sjálfur segir George Clooney að þau borði mun oftar heima eftir að þau eignuðust tvíburana Ellu og Alexander fyrir 16 mánuðum síðan. Eins séu vinir þeirra afar hrifnir af því að borða heima hjá þeim sakir matgæðanna þannig að yfirleitt er máltíð að hætti Frizzi tekin fram yfir að fara á veitingastað. 

Sjálf segir Frizzi að Clooney hjónin séu miklir matgæðingar og hafi mjög fjölbreyttan smekk. Þau eru með sín föstu pítsakvöld eins og margir Íslendingar en uppáhalds pítsa þeirra er með mozzarella osti og klettasalati. 

Eins séu þau hrifin af fjölbreyttum mat á borð við líbanskan, mið-austurlenskan og sushi. Börnin séu strax farin að borða fjölbreytt fæði og sé fiskur þar ofarlega á lista. 

Myndirnar birtust í People tímaritinu og voru teknar af George Clooney sem er greinilega hæst ánægður með Frizzi. 

Greinilegt er að samband hjónanna við Frizzi er afar gott.
Greinilegt er að samband hjónanna við Frizzi er afar gott. mbl.is/George Clooney fyrir People
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert