Geggjaðar skálar undir salt

Splunkunýjar skálar hannaðar af Lars Tornoe fyrir þekktasta silfurframleiðanda Noregs.
Splunkunýjar skálar hannaðar af Lars Tornoe fyrir þekktasta silfurframleiðanda Noregs. mbl.is/Arven

Þessar geggjuðu skálar eru splunkunýjar! Skálarnar eru hugsaðar undir salt eða pipar sem auðvelt er að grípa í við matargerðina þó að þær megi að sjálfsögðu nota undir hvað sem er.

Skálarnar eru hannaðar af hinum norska Lars Tornoe sem hefur getið sér gott orð í gegnum tíðina, en hann hannaði m.a. hina þekktu DOTS-snaga fyrir MUUTO. Skálarnar eru framleiddar af aldargömlu norsku fyrirtæki, Arven, sem hefur sérhæft sig í silfur- og gullframleiðslu síðan 1868.

mbl.is/Arven
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert