Vikuseðillinn er mættur

mbl.is/​Winnie Met­hmann

Oftar en ekki reynum við hér á Matarvefnum að hafa vikuseðilinn í takt við veðurspánna eins og gefur að skilja enda hefur veðrið stórkostleg áhrif á matarlystina. Veðurspáin þessa vikuna er ákaflega spennandi  dáldið diskó og eiginlega bara með hressara móti. Því var ekki annað hægt en að hafa vikuseðilinn eins spennandi og kostur gafst og því segjum við bara NJÓTIÐ VEL.

Mánudagur:

Við byrjum þetta partí á sannkölluðum partí-rétti sem allir í fjölskyldunni elska. 

Þriðjudagur:

Við birtum þessa uppskrift frá Berglindi Guðmunds í síðustu viku og sprengdum næstum því netið... klárlega vinsælasti rétturinn þá vikuna. 

Miðvikudagur:

Þessi réttur naut mikillar hylli og ljóst að lesendur þrá smá karrí í tilveruna. 

Fimmtudagur:

Þessi kjúklingur er kannski lágkolvetna en hann er vandræðalega bragðgóður.

Föstudagur:

Þetta er það sem við köllum stjörnupítsu... einföld en frábær!

Laugardagur:

Leynihráefnið í þessari uppskrift gerir það að verkum að þetta er hreinræktað laugardags-lasagna (lesist: þegar maður vill gera vel við sig).

Sunnudagur

Sunnudagspasta eins og það gerist best. Löðrandi í osti og almennri gleði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert