Fimmtán mínútna pastarétturinn

Pastarétturinn sem tekur enga stund að útbúa og er betri …
Pastarétturinn sem tekur enga stund að útbúa og er betri en margir aðrir. mbl.is/Andreas Wiking

Við getum alltaf á okkur pasta bætt. Sérstaklega þegar rétt sem þennan tekur enga stund að græja og bragðast nánast eins og á næsta veitingastað, ef ekki betur.

15 mínútna pastarétturinn

 • 500 g tagliatelle
 • 500 g blandaðir sveppir
 • 4 skallottlaukar, saxaðir
 • 4 stór hvítlauksrif
 • ½ dl ólífuolía
 • 200 g spínat
 • Salt og pipar
 • Geitaostur

Aðferð:

 1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum
 2. Skerið stærstu sveppina í minni bita. Steikið sveppi, lauk og hvítlauk í olíu í 4-5 mínútur. Bætið við spínati og soðnu pastanu og blandið vel saman.
 3. Smakkið til með salti og pipar og skerið geitaost í skífur og stráið yfir.
mbl.is