Kjúklingur í dásamlegri rjómasósu

mbl.is/Berglind Guðmunds

Hér erum við með svokallaðan „keppnis“-kjúkling sem þýðir að uppskriftin inniheldur fjögur eða fleiri hráefni sem við elskum. 

Það er engin önnur en Berglind Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt sem á heiðurinn að þessari uppskrif og við segjum bara húrra fyrir henni!

Kjúklingur í tómatrjómasósu
Fyrir 3-4

 • 4  kjúklingabringur
 • 1 pakki beikon
 • 1 askja sveppir
 • 1 rauðlaukur
 • 1 dós tómatpúrra
 • 1 paprika
 • 2 msk. tómatsósa
 • 200 g Philadelphia-rjómaostur
 • 2 1/2 dl matreiðslurjómi
 • salt og pipar

Aðferð: 

 1. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt.
 2. Hitið olíu á pönnu og brúnið bringurnar og kryddið með salti og pipar. Takið af pönnunni og setjið í ofnfast mót.
 3. Skerið  beikonið í bita og steikið á sömu pönnu. Setjið beikonið yfir kjúklinginn.
 4. Steikið sveppi og lauk á pönnu upp úr beikonfitunni.
 5. Hrærið tómatpúrru, paprikukryddi og tómatsósu og blandið út á pönnuna með grænmetinu.
 6. Bætið rjómaosti og mjólk saman við og hrærið þar til rjómaosturinn hefur bráðnað og allt blandast vel saman. Smakkið til með salti og pipar og hellið yfir kjúklinginn.
 7. Setjið inn 200°C heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
mbl.is