Landsliðskokkur opnar veitingastað á Selfossi

Sigurður Ágústsson opnar veitingastaðinn Krisp á næstu dögum.
Sigurður Ágústsson opnar veitingastaðinn Krisp á næstu dögum. mbl.is/aðsend mynd

Suðurlandið er sjóðheitt um þessar mundir og því til staðfestingar opnar þar fyrrverandi landsliðskokkurinn Sigurður Ágústsson sem áður var yfirkokkur á veitingastaðnum Silfru á ION hótelinu á Nesjavöllum. 

Sigurður staðfesti í samtali við Matarvefinn að veitingastaðurinn hefði hlotið nafnið Krisp og yrði „svona fine bistro með áherslu á kolaofninn okkar og asísk brögð í bakgrunni.“

Jafnframt verður hægt að fá smárétti til að deila auk grillaðra rétta á borð við hamborgara og flottar steikur. 

Stefnt er að opnun um komandi helgi en staðurinn er á Eyrarvegi 8. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert