Ómótstæðileg haustsúpa með kjúklingi

Ef það er eitthvað sem getur ekki klikkað er það þessi súpa. Hér erum við að tala um hina fullkomnu haustsúpu sem er í senn ótrúlega bragðgóð, afar seðjandi, bráðholl auk þess sem hún flytur okkur um stund á fjarlægar slóðir.

Taílensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

  • 1 dós kókosmjólk
  • 1/4 bolli rautt karrýmauk  
  • 4 bollar vatn
  • 2 kjúklingateningar
  • 450 g kjúklingabringur frá Ali, skornar í bita
  • 1 bolli sæt kartafla, afhýdd og skorin í teninga
  • 1/3 bolli hnetusmjör
  • 1 msk. tamarind-sósa
  • 2 msk. fiskisósa
  • 2 msk. púðursykur
  • 1/2 tsk. túrmerik
  • 1 rauð paprika
  • 160 g núðlur
  • 2 bollar baunaspírur
  • 1/4 bolli ferskt kóriander
  • 1/4 bolli salthnetur
  • vorlaukur, sneiddur

Aðferð:

  1. Hitið þykka hlutann sem er efst í kókosmjólkurdósinni í rúmgóðum potti, yfir miðlungsháum hita.
  2. Bætið karrýmaukinu saman við og látið sjóða saman í um mínútu.
  3. Bætið því sem eftir er í kókosmjólkurdósinni í pottinn ásamt vatni, kjúklingateningum, kjúklingi, sætum kartöfluteningum, hnetusmjöri, tamarind-sósu, fiskisósu, púðursykri og túrmeriki.
  4. Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur.
  5. Bætið papriku og núðlum í pottinn og sjóðið áfram í 5 mínútur.
  6. Bætið baunaspírum í pottinn og takið af hitanum.
  7. Berið núðlusúpuna fram með kóriander, hökkuðum salthnetum og vorlauki.
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert