Pasta að hætti Jennifer Berg

mbl.is/

Þessi uppskrift er í senn einstaklega einföld og ofboðslega góð á bragðið enda kemur hún úr smiðju Jennifer Berg. Jennifer er mikill matgæðingur og meistarakokkur enda var henni á dögunum boðin þátttaka í sænsku útgáfunni af Master Chef-þáttunum. Hún varð að afþakka sakir anna enda starfar hún um allan heim sem fyrirsæta. Þess á milli dvelur hún hér á landi þar sem hún býr ásamt unnusta sínum og hundinum Knúti.

Sjálf segir Jennifer að þetta sé einn af hennar uppáhalds pastaréttum þessa stundina og sé hinn fullkomni réttur til að deila með fjölskyldunni eða vinum með góðri rauðvínsflösku. Sjálf kjósi hún að nota ricotta-ost í sinni uppskrift en allt eins sé hægt að nota burrata eða einhvern annan ferskost.

Ofnbakað tómata- og hvítlaukspasta með prosciotto og ricotta

(Fyrir 4)

  • 15-20 kokkteiltómatar, skornir í tvennt (notið tómata í mismunandi litum til að gera réttinn enn fallegri)
  • 4 matskeiðar ólívuolía
  • 2,5 dl fersk basilíka og ferskt timjan
  • 4 hvítlauksgeirar
  • Salt og pipar
  • 6 sneiðar prosciutto
  • 4 egg léttþeytt
  • 2 dl rifinn parmesanostur
  • Ögn af chili-flögum
  • 250 g ferskur ricotta-ostur
  • 400 g af uppáhaldspastanu þínu, ég notaði spagettí í mína uppskrift.

Leiðbeiningar:

1. Stillið ofninn á 200 gráður.

2. Leggið tómata, ólívuolíu, basilíku og timjan, hvítlauksgeira (pressið þá létt niður með hníf) og vel af salti og pipar í eldfast mót. Blandið vel saman. Leggið síðan prosciotto-skinkuna ofan á og leggið inn í ofn í um 15 mínútur eða þangað til tómatarnir eru farnir að falla saman og skinkan er orðin stökk.

3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Þegar pastað er tilbúið haldið eftir 1,5 dl af pastavatni.

4. Þeytið eggin, parmesan og chili flögur saman í fatinu eða pönnunni sem þið ætlið að bera réttinn fram í.

5. Blandið pastanu vel saman við eggjablönduna, eggin ættu að þykkna og verða að sósu. Þynnið sósuna út með pastavatninu þangað til þið eruð ánægð með þykktina.

6. Bætið út í tómötunum og öllum vökvanum úr mótinu og blandið vel saman. Bætið við salti og pipar og að lokum toppið með ricotta-ostinum og ferskum basilíkulaufum.

Jennifer Berg
Jennifer Berg mbl.is/
mbl.is/
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert