Trufflu draumur a la Nicolas Vahé

mbl.is/Nicolas Vahé

Við rákumst á þessa gúrme uppskrift á Facebook-síðu Nicolas Vahé hér á Íslandi. En þeir sem þekkja vörurnar vita að um bragðmiklar freistingar er þar að ræða. Við leyfum henni bara að fljóta hér inn ásamt girnilegum myndum.

Truffludraumur a la Nicolas Vahé (fyrir 6)

 • 175 g Nicolas Vahé-súkkulaðitrufflur (lakkrís)
 • 175 g smjör
 • 175 g Nicolas Vahé-sykur (saltkaramellu)
 • 7 eggjarauður
 • 4½ eggjahvíta
 • 20 g mjúkt smjör
 • 10 g sykur
 • 20 g kakó

Aðferð:

 1. Bræðið 175 g af smjöri og súkkulaði í skál yfir potti með heitu vatni.
 2. Blandið 2/3 af sykrinum út í eggjarauðurnar og þeytið þar til blandan er orðin hvít á lit.
 3. Þeytið eggjahvítur í annarri skál þar til þær eru orðnar stífar. Bætið sykri út í smátt og smátt í einu. Blandaðu súkkulaðismjörinu varlega út í þeyttu eggjarauðurnar, síðan er eggjahvítunum hellt rólega saman við og hrært varlega þar til allt hefur blandast vel saman.
 4. Smyrjið hringlótt bökunarform með smjöri. Hristið smá sykur yfir og hvolfið forminu þannig að umframsykur hrynji úr. Þetta gerir það að verkum að það er auðveldara að losa kökuna úr forminu. Setjið helminginn af blöndunni í bökunarformið og bakið í ofni við 175° í u.þ.b. 30 mínútur. Setjið hinn helminginn af blöndunni í kæli.
 5. Fjarlægðu köku úr ofninum þótt hún líti ekki út fyrir að vera tilbúin. Þegar þú fjarlægir kökuna úr ofninum þá mun kakan falla en það er eðlilegt. Látið kökuna kólna í kæli.
 6. Setjið restina af blöndunni yfir kökuna og dreifið jafnt út. Setjið kökuna í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
 7. Losið kökuna úr forminu og setjið á disk. Dustið örlitlu kakói eða flórsykri yfir og berið fram með berjum, þeyttum rjóma eða vanilluís.
Þessi sæta synduga kaka er í boði Nicolas Vahé.
Þessi sæta synduga kaka er í boði Nicolas Vahé. mbl.is/Nicolas Vahé
mbl.is