„Krispí“ fiskur sem kemur öllum í gott skap

Girnilegur og gómsætur mánudagsfiskur.
Girnilegur og gómsætur mánudagsfiskur. mbl.is/Yummy.ph

Við elskum góða fiskuppskrift á mánudegi og þessi ætti engan að svíkja. Reyndar er hún þess eðlis að börn jafnt sem fullorðnir ættu að elska hana og fyrir þá sem vilja ekki hvítlauksmajó er gamla góða kokteilsósan alltaf vinsæl.

„Krispí“ fiskur sem kemur öllum í gott skap

 • 1 bolli kornflex
 • ½ bolli hveiti
 • 6-800 gr af þorski eða öðrum dásemdar fiski
 • 2 hvítlauksgeirar, skrældir og fínt saxaðir
 • 2 sítrónur, skornar í 8 fleyga
 • 1 bolli Hellmann´s majónes
 • Salt eftir smekk
 • Svartur pipar eftir smekk
 • Olía til steikingar

Aðferð:

 1. Notið djúpa steikarpönnu og setjið í hana olíu og hitið vel.
 2. Setjið kornflex í blandara og blandið vel. Setjið á disk. Blandið saman hveiti, salti og pipar. Kryddið fiskinn með salti og pipar og hjúpið síðan með hveiti/kornflex blöndunni.
 3. Steikið fiskinn í heitri olíunni uns hann er gegneldaður. Leggið hann því næst á ofngrind með eldhúsrúllu til að ná mestu olíunni af.
 4. Hvítlauksmajó: Hellið olíunni af pönnunni en skiljið um það bil 1 matskeið eftir. Setjið pönnuna aftur á eldavélina og kveikið undir. Þegar olían er orðin heit skal steikja hvítlaukinn. Setjið hvítlaukinn í skál. Kreistið sítrónusafa yfir og blandið majónesi saman við.
 5. Berið fiskinn fram með hvítlauskmajó, sítrónubátum og nýuppteknum íslenskum kartöflum og njótið vel.
mbl.is