Splunkunýr litur frá M&M´s

Vinsælasta súkkulaði samtímans er nú fáanlegt með hvítu súkkulaði.
Vinsælasta súkkulaði samtímans er nú fáanlegt með hvítu súkkulaði. mbl.is/M&M´s

Það fer eflaust enginn í gegnum ævina án þess að smakka á litríku M&M´s-hnöppunum. Súkkulaðifylltir, með hnetum eða jafnvel með hnetusmjöri sem fáir geta staðist.

Eitt vinsælasta sælgæti allra tíma er nú fáanlegt með hvítu súkkulaði – eitthvað sem margir hafa beðið eftir. Spurning hvort þetta rati í verslanir hér á landi eða í það minnsta uppi í fríhöfn, við erum í það minnsta til í að smakka.

mbl.is/M&M´s
mbl.is