Girnilegasti pastarétturinn

Fljótlegur og brjálæðislega góður pastaréttur.
Fljótlegur og brjálæðislega góður pastaréttur. mbl.is/Anders Schønnemann

Ef þú elskar pasta og ert til í ljúffengan rétt sem tekur enga stund að græja – þá er þetta uppskrift fyrir þig. Það tekur ekki nema um tíu mínútur að elda þennan girnilega pastarétt sem mun heilla alla upp úr skónum.

Girnilegasti pastarétturinn

 • 300 g brokkolí
 • ½ dl ólífuolía
 • 1 feitur hvítlaukur
 • ¼ rauður chili
 • 300 g ferskt pappardelle eða tagliatelle pasta
 • 25 g möndlur
 • 40 g nýrifinn parmesan

Aðferð:

 1. Skerið brokkolí í litla bita og sjóðið í potti (notið lítið vatn). Skolið því næst upp úr köldu vatni.
 2. Hellið olíu á pönnu og leggið chili og hvítlauk í heilu lagi á pönnuna, og leyfið þessu að malla í 1-2 mínútur á litlum hita þannig að olían fái „bragð“ af hvoru tveggja.
 3. Takið hvítlaukinn og chili af pönnunni og skellið brokkolíinu á pönnuna. Steikið á háum hita í 1-2 mínútur þar til brokkolíið hefur tekið smá lit. Leggið pönnuna til hliðar.
 4. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og hellið því næst vatninu af. Setjið pastað út á pönnuna og blandið saman við brokkolíið.
 5. Dreifið hökkuðum möndlum og hellingi af parmesan yfir réttinn. Kryddið með salti og pipar og berið strax fram.
mbl.is