Haustkjúklingurinn sem mettar heilan her

Kjúlli, hrísgrjón, grænt og girnilegt - allt sem þú þarft …
Kjúlli, hrísgrjón, grænt og girnilegt - allt sem þú þarft í haustlægðinni. mbl.is/Ethan Calabrese

Hér kemur réttur sem enginn má láta fram hjá sér fara, sérstaklega ekki þeir sem búa á stórum heimilum því þessi uppskrift mettar marga maga. Hér er allt sem þig vantar af vítamínum í einum litríkum rétti.  

Holli haustkjúklingurinn (fyrir 6-8)

  • 2 msk ólífuolía
  • 900 g kjúklingabringur
  • Salt og pipar
  • ½ laukur, saxaður
  • 2 sætar kartöflur, skrælaðar og skornar í litla bita
  • 450 g rósakál, skortið í fjóra bita
  • 1 tsk timían
  • ½ tsk papríkuduft
  • ¼ bolli kjúklingakraftur
  • 6 bollar soðin hrísgrjón
  • ½ bolli þurrkuð trönuber
  • ½ bolli möndluflögur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180° og smyrjið eldfast mót með olíu.
  2. Steikið kjúklinginn á pönnu (til að loka honum) og saltið og piprið. Setjið í eldfasta mótið og setjið inn í ofn þar til tilbúinn. Leyfið kjúklingnum aðeins að kólna og skerið svo í litla bita.
  3. Setjið olíu á pönnu og steikið lauk, sætar kartöflur og rósakál. Kryddið með timían, papríku, salti og pipar. Eldið þar til orðið mjúkt og bætið þá við kjúklingakrafti. Leyfið að malla í 5 mínútur.
  4. Bætið við soðnum hrísgrjónunum, kjúkling og trönuberjum og komið blöndunni fyrir í eldföstu móti. Stráið möndluflögum yfir og bakið í 20 mínútur.
  5. Leyfið réttinum að standa í 5 mínútur áður en hann er borinn fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert