Geggjað kjúklingataco með avókadó og kóríandersósu

Hver slær hendinni á móti taco?
Hver slær hendinni á móti taco? mbl.is/Svava Gunnars

Það er fullkomið að loka þessari annars ágætu viku á því að fá sér sjúklega girnilegt taco í kvöldmat. Hér er kjúklingurinn í aðalhlutverki en kóríandersósan er algjört sælgæti og maísinn fullkomnar máltíðina.

Það er meistari Svava Gunnars sem á heiðurinn að þessari snilld en heimasíðuna hennar er hægt að hálgast HÉR.

Bragðmikið kjúklinga- og avókadó tacos (uppskrift fyrir 4)

 • 450 g kjúkingabringur, skornar í munnbita
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 1 msk chillikrydd
 • 1/2 tsk cumin
 • 1/4 tsk lauk- eða hvítlaukskrydd
 • 1/4 tsk salt
 • ferskur limesafi

Skerið kjúklingabringurnar í bita. Blandið saman ólífuolíu, pressuðum hvítlauksrifum, chillikryddi, cumin, laukkryddi og salti. Bætið kjúklingnum í blönduna og hrærið vel saman. Setjið í lokað ílát og látið standa í ísskáp í smá stund (má geyma í allt að 48 klst.). Hitið pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er fulleldaður, 8-12 mínútur. Takið af hitanum og setjið smá limesafa yfir.

Kóriandersósa

 • 1/2 bolli sýrður rjómi eða grísk jógúrt
 • 1/4 bolli ferskt kóriander
 • 1 hvítlauksrif
 • 1 tsk limesafi
 • salt og pipar

Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða blandara og vinnið saman í 30 sek.

Samsetning

 • 2-4 avókadó (fer eftir stærð), skorið í sneiðar
 • 6-8 litlar tortillur

Hitið tortillurnar á pönnu. Setjið kjúklinginn á heita tortilluna, setjið avókadó yfir og endið á kóriandersósu.

Grinilegur maís.
Grinilegur maís. mbl.is/Svava Gunnars
Sjúklega lekkert eins og allt sem Svava gerir.
Sjúklega lekkert eins og allt sem Svava gerir. mbl.is/Svava Gunnars
Gúmmelaði á diskinn.
Gúmmelaði á diskinn. mbl.is/Svava Gunnars
mbl.is