Jóhanna mætti með rósettur á kvenfélagsfund

Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson ásamt Kvenfélagi Reyðarfjarðar.
Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson ásamt Kvenfélagi Reyðarfjarðar. mbl.is/Albert Eiríksson

Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson, sjentilmenn og mannasiðameistarar með meiru, mættu á fund hjá Kvenfélagi Reyðarfjarðar og héldu skemmtilegan fyrirlestur. Að sjálfsögðu var boðið upp á veitingar og það var Jóhanna Sigfúsdóttir sem mætti með rósettur með rjómasalati. Þær eru ekki algengar á veisluborðum nú til dags en þykja hreinasta sælgæti.

Nánar má lesa um kvenfélagsfundinn á heimasíðu Alberts sem hægt er að nálgast HÉR.

Rósettur með rjómasalati

  • 125 g hveiti
  • 1 egg
  • 1/2 tsk. salt
  • 1/2 dl pilsner eða bjór
  • 2 dl mjólk

Blandið öllu saman og látið bíða í a.m.k. klukkustund áður en bakað er. Dýfið járninu í deigið og síðan beint í vel heita plöntufeiti eða tólg. Berið fram með með rjómasalati með þeyttum rjóma, súkkulaði, (niðursoðnum) perum og gráfíkjum.

Svona líta rósetturnar út.
Svona líta rósetturnar út. mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert