Hvað er harissa?

Nanna Rögnvaldardóttir.
Nanna Rögnvaldardóttir. mbl.is/aðsend mynd

Harissa

Harissa er sterkt, norðurafrískt kryddmauk, aðallega gert úr grilluðum chilialdinum af mismunandi tegundum, hvítlauk, kóríanderfræi, kummini, mintu og öðru kryddi, svo og olíu. Það er mjög algengt í löndum Norður-Afríku, svo og í Sýrlandi, en getur verið nokkuð mismunandi eftir svæðum. Margir tengja harissa helst við Marokkó en það er þó í raun upprunnið í Túnis. Það er notað í alls konar fisk-, fuglakjöts- og kjötrétti og súpur, svo og með grænmeti eða til að bragðbæta kúskús.

Harissa er yfirleitt býsna sterkt og það þarf yfirleitt ekki mikið af því. Það fæst hér í stórmörkuðum en sé það ekki tiltækt má yfirleitt bjarga sér með því að nota aðra sterka chilisósu eða -mauk, svo sem sambal oelek eða sriracha, og bæta kannski við kummini og kóríanderdufti.

Harissa má meðal annars:

  • Nota til að bragðbæta ýmiss konar pottrétti og kássur, súpur og sósur – hálf teskeið eða minna getur dugað til að setja punktinn yfir i-ið og fá fram rétta bragðið.
  • Hræra út í ólífuolíu eða aðra olíu til að gera chiliolíu sem nota má út á ýmsa rétti, svo sem salöt, fisk, eggjarétti og annað.
  • Nota til að fá sterkt norðurafrískt bragð í maríneringar á kjöt og annað sem á að grilla.
  • Blanda saman við hlynsíróp og hella yfir gulrætur, sætar kartöflur eða annað rótargrænmeti sem á að baka.
  • Blanda saman við kúskús eða kínóa, ásamt steiktu eða bökuðu grænmeti og saxaðri steinselju eða kóríanderlaufi.
  • Hræra saman við lambahakk þegar búa á til kjötbollur eða borgara – en það er vissara að hafa hemil á sér og nota ekki of mikið.

Uppskriftin

Lambainnralæri hentar ágætlega til fljótlegrar steikingar í ofni, nema hvað tíminn sem það þarf er svo stuttur að það nær varla að brúnast almennilega og liturinn getur orðið óspennandi. Hér er brugðist við því með því að smyrja fagurrauðu harissa-mauki á kjötið, enda á það vel við þar sem meðlætið er á marokkóskum nótum – grænmeti, apríkósur og möndlur.

Skammtar

Ég var með tvo bita af innralæri, ekkert sérlega þykka, enda voru þeir aðeins um 200 g hvor, en ég hef líka notað þykkari bita, 400-450 g, sem ég skar þá í tvennt. Það hefði örugglega verið í lagi að hafa hann í heilu lagi en þá hefði hann þurft aðeins lengri tíma. Reyndar er mjög hentugt að hafa tvo bita ef fólk er ekki sammála um hvað kjötið eigi að vera mikið steikt, þá geta þeir farið inn á mismunandi tíma. Tíminn sem hér er gefinn upp er miðaður við að kjötið sé vel bleikt í miðju; ef þið viljið hafa það gegnsteikt mætti setja það 5-10 mínútum fyrr í ofninn. Magnið hentar fyrir tvo en svo má minnka eða stækka uppskriftina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert