Sex ástæður fyrir því að matarskipulag breytir lífinu

Skipulag er fyrirbæri sem ber að elska enda gerir það lífið umtalsvert auðveldara. Matarskipulag er eitt sem fellur í þennan flokk enda eru kostirnir við það að skipuleggja vikumatseðilinn fjölmargir. 

Í fyrsta lagi hefur þú fullkomna yfirsýn yfir hvað fjölskyldan er að borða og að fæðan sé fjölbreytt.

Í öðru lagi verður mataræði fjölskyldunnar í betra jafnvægi. Að vera óvart með grjónagraut þrisvar í viku heyrir nú sögunni til. 

í þriðja lagi getur þú tekið saman innkaupalista fyrir alla vikuna og klárað í einni ferð. Slíkt sparar stórfé og dregur úr matarsóun og almennum vitleysisgangi. 

Í fjórða lagi verða allir hressari því matseðillinn er svo vel samsettur og fjölbreyttur. 

Í fimmta lagi eru meiri líkur á að þú komist í utanlandsferðir oftar (eða það sem þú elskar að gera) því þú sparar svo mikið. 

Í sjötta lagi getur þú þolað það að borða óspennandi og einfaldan mat (þó að enginn matur þurfi að vera þannig) því þú veist hver gulrótin er í lok vikunnar. 

Þar hafið þið það, sex ástæður fyrir því að matarskipulag breytir lífinu.

Góð máltíð er gulli betri.
Góð máltíð er gulli betri. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert