Svona losnar þú við óhreinindin ofan á eldhússkápunum

Choreograph

Óhreinindi og annar ófögnuður á það til að safnast ofan á skápa og hillur öllum til mikillar armæðu enda er fátt leiðinlegra en að klöngrast eftir kúnstarinnar reglum upp til að þrífa þar.

Hin fullkomna lausn væri auðvitað að fá sér skápa sem ná upp í loft en þar sem sá möguleiki er ekki alltaf í boði þarf að finna lausn sem er snjallari, ódýrari og veitir mikla almenna gleði. 

Þá er sér í lagi átt við eldhússkápana en eðli málsins samkvæmt safnast ekki bara ryk og önnur óhreinindi þar heldur binst það svo skemmtilega saman við fituna sem kemur frá eldavélinni. 

Við mælum með að næst þegar þið þrífið þennan leiðindastað að þið leggið dagblöð eða annan pappír á hreint yfirborðið. Gott er að festa það niður með límbandi eða kennaratyggjói til að halda á sínum stað. Næst þegar þarf að þrífa sparar þú þér mikinn tíma því í stað þess að skrúbba eins og þú eigir lífið að leysa þarftu ekki annað en að kippa blöðunum burt og setja ný. 

Tatomm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert