Ástæða þess að það eru færri grænir molar

Nestlé hefur staðfest það sem okkur hefur lengi grunað; að það séu umtalsvert færri grænir og fjólubláir molar í hverjum kassa af Quality Street en af öðrum gerðum. Aðdáendur molanna tveggja hafa verið ævareiðir yfir þessu og jafnvel gengið svo langt að ásaka Nestlé um aðför að jólunum. 

En talsmenn Nestlé hafa útskýrt þetta á afar einfaldan hátt og það hafi eingöngu með útreikning á hitaeiningum að gera. Grænu og fjólubláu molarnir innihaldi nefnilega fleiri hitaeiningar og því séu færri stykki af þeim í hverri dós til að halda meðalhitaeiningafjölda niðri. 

Nokkuð snjallt og fær mögulega hörðustu aðdáendur grænu og fjólubláu molanna til að hugsa sig tvivar um áður en þeir næla sér í næsta mola. 

Spurt er hvort svona bar sé á leiðinni hingað til …
Spurt er hvort svona bar sé á leiðinni hingað til lands á næstunni? Þessa dásemd er að finna í jólaverslun John Lewis í Bretlandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert