Sturlaðar staðreyndir um banana

mbl.is/Pinterest

Bananar, þessir litlu gulu ávextir sem eru svo þægilegir að grípa með á hlaupum – eru í raun alveg stórmerkilegir. Við tókum saman nokkrar staðreyndir um banana sem allir ættu að vita.

  • Vissir þú að vatnsmagnið í banönum er 75%?
  • Vissir þú að bananar eru í raun grænir og rauðir? Þessir gulu sem við kaupum í búðunum eru afbrigði frá hinum sem var uppgötvað árið 1836.
  • Vissir þú að rannsóknir úti í hinum stóra heimi segja að kona sem er að reyna að eignast barn og borðar mikið af banönum, auki líkurnar á því að eignast dreng?
  • Vissir þú að bananar eru ræktaðir í meira en 100 löndum út um allan heim?
  • Vissir þú að í Kaliforníu finnur þú bananasafn sem inniheldur 170 þúsund mismunandi hluti um banana?
  • Vissir þú að bananatré eru í raun hæsta jurt heims sem getur náð allt að 20 m hæð?
  • Vissir þú að ávöxturinn er einn sá vinsælasti og mesti seldi í stórmörkuðum?
  • Vissir þú að þessir gulu bátar eru sagðir vinna á streitueinkennum – svo banani á dag kemur skapinu í lag.
  • Vissir þú að bananar innihalda enga fitu né kólestról en eru ríkir af C vítamíni og B6?
  • Vissir þú að eitt bananabúnt er kallað „hönd“ á meðan stakur banani er kallaður „fingur“, merkilegt nokk?  
  • Og að lokum eru bananar frábærir við þynnku – eitthvað sem er vert að prófa.
Bananar eiga að vinna á þynnku – sjálfsagt eitthvað sem …
Bananar eiga að vinna á þynnku – sjálfsagt eitthvað sem þarf að sannreyna. Getty images
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert