Ostaveisla fram undan á völdum veitingastöðum

Það er óhætt að segja að Ostóber sé hinn nýi október því þessa dagana standa yfir íslenskir ostadagar á völdum veitingastöðum um land allt.

Staðirnir sem taka þátt í ár eru 17 talsins víðs vegar um landið og það er nokkuð ljóst að ostaunnendur ættu alls ekki að láta þessa ostaveislu fram hjá sér fara. Hver staður sem tekur þátt fær algjörlega frjálsar hendur og galdra veitingamenn þeirra fram fjölbreytt tilbrigði við ost í anda viðkomandi staðar. Hér getur t.d. verið um að ræða ostapasta, ostafondu og ostabakka svo eitthvað sem nefnt.

Einn þessara staða er að finna í Granda mathöll en þar er búið að stilla upp litlum pop-up-vagni frá Búrinu þar sem snillingurinn Glenn Moyle býður viðskiptavinum upp á fettuchini í þriggja osta sósu ásamt hnetum, klettasalati og rifnum Óðals Gull Tindi 12+, sem er nýr íslenskur ostur sem er væntanlegur á almennan markað á næstu misserum. Honum svipar mjög til Primadonnu sem margir þekkja og finnst ómissandi með pastanu. Hjá Glenn getur þú líka fengið þér girnilegan ostaplatta sem inniheldur Stóra Dímon, Havarti-krydd og 12 mánaða gamlan Ísbúa, en svona platta geta tveir eða fjórir deilt yfir góðum drykk.

Meðal annarra staða sem taka þátt í Ostóber má nefna Hlemm mathöll, Skelfiskmarkaðinn, Mathús Garðabæjar, Skyrgerðina í Hveragerið, Ottó veitingahús á Höfn, Hótel Hérað á Egilsstöðum, Múlaberg á Akureyri og Sker veitingahús í Ólafsvík, en lista yfir alla staði má finna HÉR.

mbl.is/MS
mbl.is/MS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert