Búðu til þitt eigið snakk

Perusnakk er frábært millimál.
Perusnakk er frábært millimál. mbl.is/SpisBedre

Það er alls ekkert flókið að búa til sínar eigin flögur í eldhúsinu heima. Þessar peruflögur eru bragðgóðar og einstaklega hollar og ætti ekki að vera erfitt að koma þeim ofan í krakkana á heimilinu eða taka með í vinnuna sem millimál.

Perusnakk

  • 2 perur, ekki of mjúkar (það má einnig nota epli)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 60° á blæstri.
  2. Skolið perurnar og skerið þær í mjög þunnar skífur (jafnvel með rifjárni sem sker í skífur).
  3. Dreifið peruskífunum á bökunarplötu á bökunarpappír. Passið að skífurnar fari ekki ofan á hvor aðra.
  4. Þurrkið skífurnar í ofninum í 3 klukkutíma, eða þar til þær eru orðnar stökkar. Gott er að opna annað slagið ofninn til að hleypa rakanum út.
  5. Leyfið snakkinu alveg að kólna og setjið í lofttæmt box þannig að það haldið sem best.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert