Coca Cola með nýja bragðtegund

Kaffi og Coke er nú fáanlegt í einum drykk.
Kaffi og Coke er nú fáanlegt í einum drykk. mbl.is/Coca Cola

Einn þekktasti drykkur heims er nú fáanlegur með kaffibragði. Hljómar sem draumur fyrir koffínþyrsta einstaklinga sem komast ekki í gegnum daginn án þess. Í drykknum eru notaðar ekta brasilískar kaffibaunir og slykja af karamellu og hefur drykkurinn fengið gott lof þar ytra, en hann er ekki til sölu hér á landi ef einhverjir velta því fyrir sér. 

Drykkurinn inniheldur þó bara 5 mg meira af koffíni per 100 ml af venjulegu Coke. Til samanburðar inniheldur einn cappuccino 43 mg af koffíni. Og þó að við elskum bæði Coke og kaffi, þá er spurning hvernig þetta blandast saman?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert