Pítsa sem sprengir skilingarvitin

„Það er allt búið að vera á öðrum endanum hjá okkur og pítsurnar okkar hafa selst upp undanfarið,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson hjá Pure Deli en hann segir að áberandi vinsælastar séu rauðrófu pítsan og avókadópítsan sem sé með spínatbotni.

„Pítsurnar okkar eru úr súrdeigi og við erum að nota hveitið frá Eurostar sem er einn virtasti hveitiframleiðandi í heiminum. Þar sem við erum að nota súrdeigið þá tekur það 24 tíma að vera klárt og þess vegna náum við ekki að bæta við þegar eftirspurnin er svona mikil,“ segir Jón Arnar.

„Í rauðrófubotninn erum við að nota klassíska súrdeigsuppskrift og bætum svo við hana rauðrófudufti sem unnið er úr þurrkuðum rauðrófum. “

<strong>Rauðrófupítsan sem sprengir skilningarvitin</strong>
  • 1 stk. rauðrófubotn/pizza botn
  • 50 gr bakað grasker
  • 50 gr bakaðar rauðrófur
  • 1/2 mozzarellakúla
  • 4 stk gulir tómatar
  • 30 gr riccota ostur
  • salt og pipar 
  • extra virgin olive olia 
  • sítrónu börkur í 1/4 sítrónu.
  • 1 grein rósmarín

Graskerið og rauðrófan eru afhýdd og skorin í fallega teninga. Athugið að blanda rauðrófunum og graskerunum ekki saman til að blanda ekki litum. Sett í eldfast mót og ólífuolíu, salti og pipar stráð yfir ásamt rósmaríninu. Bakað við 200°c í ca 12 mínútur en fer þó eftir stærð teninganna.

Botninn er flattur úr í sirka 10 til 12 tommu hring. Því næst er olífuolíu penslað á allan botninn, Mozzarellan er síðan rifin yfir í grófum bitum því næst er graskerinu og rauðrófunum dreift yfir botninn en passið þó að halda köntunum hreinum. Því næst eru tómatarnir sem búið er að skera í tvennt dreift yfir. Pizzan er sett í ofninn sem er er kominn á hæsta hitta á undir og yfir stillingu og bakað þar þar til pizzan er orðin fallega krispi.

Pizzan er tekin út og riccota osturinn er settur yfir ásamt rifnum sítrónuberkinum og kryddað yfir pizzuna með salti og pipar, síðan kláruð með því að strá smá saltflögum og svörtum pipar yfir.

Kristinn Magnúsosn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert