Þetta getur þú með viskastykki

Settu rakt viskastykki undir skálina svo hún renni ekki til …
Settu rakt viskastykki undir skálina svo hún renni ekki til á borðinu. mbl.is/Shutterstock

Viskastykki eru hið mesta þarfaþing og alls ekki bara til að þurrka upp leirtau og glös. Þau eru rakadræg og geta og hafa komið að góðum notum í stað handklæðis, án þess að fara eitthvað nánar út í það.

  • Notaðu viskastykki næst þegar þú þarft að halda hita á mat og brauðbollum í stað þess að rífa niður álpappír eða plast.
  • Skelltu nýþvegnu salati á hreint viskastykki og það mun draga bleytuna í sig.
  • Finnur þú ekki hitaplattann? Ekkert mál að nota þá viskastykki á borðið undir eldfast mót. Þú getur einnig brotið það nokkrum sinnum saman og notað í stað ofnhanska.
  • Við lendum stundum í því að skálar og skurðarbretti eiga til að renna úr höndunum á okkur er við erum að píska eða eitthvað að bardúsa í eldhúsinu. Gott ráð er að setja rakt viskastykki á borðið undir skálina eða skurðarbrettið svo það renni ekki til.
Viskastykki geta komið að góðum notum við margvísleg tilefni.
Viskastykki geta komið að góðum notum við margvísleg tilefni. mbl.is/Shutterstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert