Miele með undurfagra eldhústækjalínu

Miele var að kynna nýja línu í eldhúsgræjum sem kallast …
Miele var að kynna nýja línu í eldhúsgræjum sem kallast ArtLine. mbl.is/Miele

Heima hjá flestum er eldhúsið miðjan í húsinu, þar sem fjölskyldan safnast saman og heimspekilegar umræður fara fram yfir pottunum. Framleiðandinn Miele hefur heldur betur komið með nýja strauma og stefnur með nýtísku eldhúsgræjum sem kallast ArtLine – við erum að tala um engar höldur á neinum tækjum. Hvorki ofni, uppþvottavél eða öðrum tilheyrandi græjum.

Þú færð straumlínulaga útlit á eldhúsrýmið þegar raftækin eru ekki …
Þú færð straumlínulaga útlit á eldhúsrýmið þegar raftækin eru ekki einu sinni með handföng. mbl.is/Miele
Meira segja uppþvottavélin er án handfangs. Þú einfaldlega bankar léttilega …
Meira segja uppþvottavélin er án handfangs. Þú einfaldlega bankar léttilega tvisvar á vélina og hún mun opnast. mbl.is/Miele
Hversu fallegt! Græjurnar frá Miele finnast í svörtu, gráu og …
Hversu fallegt! Græjurnar frá Miele finnast í svörtu, gráu og hvítu svo allir ættu að finna lit við sitt hæfi. mbl.is/Miele
mbl.is