Nú þarftu ekki að eyða stórfé í gos

Það má bragðbæta hið venjulega vatn með öllum þeim ávöxtum …
Það má bragðbæta hið venjulega vatn með öllum þeim ávöxtum og kryddjurtum sem þú girnist. mbl.is/Shutterstock

Drekktu meira vatn! Hversu oft höfum við sagt þetta við okkur sjálf en fylgjum því ekki eftir. Ískalt vatn er það besta við þorsta en stundum er þörfin í eitthvað meira. Það eru til ótal leiðir til að bragðbæta hið venjulega vatn og tókum við saman nokkur ráð um hvernig sé best að „krydda“ það. 

  1. Númer eitt er að taka fram vatnskönnu úr gleri en ekki plasti.  
  2. Finndu þá ávexti, jurtir og grænmeti sem þú elskar og settu í flöskuna. Allt sem þér finnst gott, getur farið í vatnið.
  3. Geymdu vatnsflöskuna í kæli. Sumir kjósa að leyfa ávöxtunum að taka sig í vatninu yfir nótt en fjarlægðu þá eftir 12 tíma – þá ættu öll bragðefnin að vera komin út í vatnið. Ávextirnir geta líka verið misjafnir, sítróna gefur til dæmis bragð um leið út í vatnið á meðan það tekur lengri tíma með epli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert