Meistari Georg Jensen kennir sérvíettubrot

Það er ekkert mál að búa til sína eigin brauðkörfu ...
Það er ekkert mál að búa til sína eigin brauðkörfu úr tauservíettu. mbl.is/Georg Jensen Damask

Það eru ekki allir sem eiga brauðkörfur liggjandi heima í skúffu, enda hægt að nota margt annað en það undir nýbakaðar bollur eða rúnstykki og brauð. En þegar við ætlum að gera vel við okkur og jafnvel bjóða heim í hátíðarbröns er lítið mál að búa til sína eigin brauðkörfu úr tauservíettu.

Við rákumst á myndband frá Georg Jensen Damask sem er hvað þekktast fyrir fallegt lín. Hér er á einfaldan hátt sýnt hvernig gera má smekklega brauðkörfu á mettíma.mbl.is