Djúsí salsakjúklingur með nachos og ostasósu

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Þessi réttur er nákvæmlega það sem þarf á degi sem þessum. Auðveldur og æðislegur eru lýsingarorðin sem ná best yfir þennan snilldarrétt. 

Það er að sjálfsögðu Berglind Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt sem á þessa uppskrift. Njótið vel!

Djúsí salsakjúklingur með nachos og ostasósu

  • 900 g kjúklingabringur eða læri
  • 1 poki nachos
  • 1-2 krukka salsasósa
  • 1 krukka ostasósa
  • rifinn mozzarellaostur

Aðferð:

  1. Steikið bringurna í gegn við vægan hita.
  2. Myljið nachos og setjið í eldfast form.
  3. Skerið kjúklinginn í litla munnbita og setjið ofan á nachosið.
  4. Hellið salsasósunni yfir og síðan ostasósunni yfir það.
  5. Setjið rifinn ost yfir og hitið í ofni við 200° þar til osturinn er bráðnaður og gylltur á lit.
mbl.is