Taktu haustið með heim í hús

Það er svo algjörlega tíminn núna til að skottast út ...
Það er svo algjörlega tíminn núna til að skottast út í garð og finna litrík haustlauf. Prófaðu að festa þau á ljósaseríu – það kemur skemmtilega á óvart. mbl.is/Wallflower kitchen

Alls staðar í kringum okkur eru hlutir sem við getum dregið með okkur heim úr næsta göngutúr og skreytt með í litríkum haustlitum. Það þarf ekki alltaf að kosta fúlgur fjár að fríska upp á heimilið.

Finndu fram hring eða búðu til slíkan úr þykkum vír. ...
Finndu fram hring eða búðu til slíkan úr þykkum vír. Skreyttu hann með greinum og greni og hengdu upp á vegg inni eða úti. mbl.is/Pinterest
Þetta er klárlega málið ef þú átt útilukt – settu ...
Þetta er klárlega málið ef þú átt útilukt – settu kerti, köngla, lítil grasker og jafnvel hnetur saman, það kemur mjög vel út. mbl.is/Nina Holst
mbl.is