Exótískur kjúklingur sem bragðast ótrúlega

mbl.is/SeriousEats(.com)

Þessi réttur er af þeirri gerðinni að hann er jafn góður hversdags og spari. Hann er jafnframt afar fljótlegur og því ekkert sem mælir gegn honum. Gott er að bera hann fram með hrísgrjónum eða góðu salati. 

Exótískur kjúklingur sem bragðast ótrúlega

  • 900 g kjúklingalæri á beini
  • 60 ml sojasósa
  • 60 ml fiskisósa
  • 55 g púðursykur
  • 1 msk ferskt rifið engifer
  • 2 tsk sterkt chili-hvítlauksmauk (sambal oelek)
  • 1 ½ msk ferskur limesafi
  • 1 tsk. fínt rifinn limebörkur
  • 3 hvítlauksgeirar, maukaðir eða smátt skornir
  • 2 msk. (kúfaðar) fínt saxað kóríander
  • 2 msk matarolía
  • limesneiðar og kóríanderlauf – til skreytingar

Aðferð:

Setjið kjúklinginn í renniláspoka. Í meðalstórri skál skal píska saman sojasósu, fiskisósu, púðursykur, engifer, chili-hvítlauksmauk, limesafa, limebörk, hvítlauk, kóríander og olíu. Setjið kryddlöginn ofan í pokann og látið marinerast í 30 mínútur hið minnsta og allt upp í fjórar klukkustundir.  

Hitið ofninn í 220 gráður og hafið grindina í miðjum ofni. Notið ofnskúffu og setjið smjörpappír neðst og grind yfir. Takið kjúklinginn upp úr pokanum og leyfið kryddleginum að drjúpa vel af. Setjið á vírgrindina og látið skinnið snúa upp. Hafið gott bil á milli. Bakið uns kjötmælir sýnir 68-71 gráðu eða í 35 mínútur. Ef skinnið er ekki orðið nægilega brúnt og „krispí“ skal setja grillið í gang í smástund þar til kjúklingurinn er orðinn eins og þið viljið. Takið út úr ofninum og látið hvíla í fimm mínútur. Skreytið með limesneiðum og hvítlauk og berið fram.

Uppskrift: SeriousEats(.com)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert