Svona þrífur þú brenndan pott

Getur verið pirrandi að brenna grautinn í pottinum, en það …
Getur verið pirrandi að brenna grautinn í pottinum, en það er til skothelt ráð við því. mbl.is/Pinterest

Við höfum öll lent í því að hrísgrjónagrauturinn brenni við í pottinum og eftir situr brennd mjólk. Alveg sama hvað við skrúbbum og skrúbbum þá losnar ekkert úr botninum. En það er algjör óþarfi að hengja haus því við erum með lausnina fyrir þig. Þú setur einfaldlega vatn í pottinn (rétt botnfylli er nóg), og dreifir einni matskeið af þvottaefni út í. Leyfðu þessu að sjóða í 10 mínútur og þrífðu svo pottinn hreinan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert