Upplýsingum um næringarinnihald á matvælum breytt

Nýju merkingarnar eru til hægri. Eins og sjá má er …
Nýju merkingarnar eru til hægri. Eins og sjá má er hitaeiningafjöldinn í hverjum skammti nú mjög skýr. mbl.is/FDA

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið tilkynnti í gær nýjar breytingar á matavælamerkingum sem eiga að taka gildi eigi síðar en árið 2020. Smærri framleiðleiðendur hafa frest til ársins 2021 en nú þegar hafa einhver fyrirtæki tekið nýju merkingarnar í notkun.

Nýju merkingarnar eru mun skýrari þannig að hitaeiningafjöldi í skammtastærð er aðgengilegri. Skammtastærðum hefur einnig verið breytt og fjöldi skammta í pakkningunni á jafnframt að koma fram. Merkingar á vörum á borð við ís þurfa nú að tiltaka bæði hitaeiningafjölda í hverjum skammti auk heildarmagns hitaeininga í pakkningunni.

Viðbættur sykur er nú merktur sérstaklega.

Ekki þarf lengur að tiltaka magn A- og C-vítamíns en magn D-vítamíns þarf að koma fram.

Ekki þarf lengur að tiltaka fjölda hitaeininga úr fitu þar sem stofnunin gerir nú greinarmun á því um hvernig fitu ræðir.

Um er að ræða tilraun stjórnvalda til að bæta merkingar, gera þær skýrari og laga þær að nýjum lýðheilsumarkmiðum. Þannig fyrirfinnist A- og C-vítamínskortur ekki lengur í Bandaríkjunum en D-vítamínskortur er að aukast.

Fréttatilkynninguna frá bandarísku matvæla- og lyfjastofnunni er að finna HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert