Egg Benedict með einfaldri hollandaisesósu

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Hinn fullkomni morgunverður í huga margra eru egg benedict með hollandaisesósu og mímósu. Ekki amalegt en dálítið flókið í framkvæmd. Hér gefur hins vegar að líta útgáfu þar sem búið er að einfalda hollandaisesósuna til muna, sem ætti að auðvelda allnokkrum lífið.

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn af þessari uppskrift, sem á eflaust eftir að gleðja marga.

Gotteri.is her hægt að nálgast HÉR.

Egg Benedict með einfaldri hollandaisesósu

  • 6 egg
  • 18 stökkar beikonsneiðar
  • 6 brauðsneiðar að eigin vali
  • smjör til steikingar

Steikið brauðsneiðar upp úr smjöri og leggið á disk með þremur sneiðum af beikoni. Útbúið hleypt egg með því að setja vatn í pott og hita að suðu, brjóta eitt egg í einu í bolla, hræra með sleif í vatninu þar til spírall myndast í miðjunni og leggja þá eggið í „hringiðuna“, lækka hitann í meðalháan og bíða í um þrjár mínútur fyrir hvert egg. Best er að veiða eggið síðan upp úr, þerra á pappír og setja ofan á brauð + beikon. Síðan má setja ríkulega af sósu ofan á hvert egg.

Einföld hollandaisesósa

  • 100 g léttmajónes frá E. Finnsson
  • 100 g sýrður rjómi
  • 1 msk dijonsinnep
  • 1 msk sítrónusafi
  • ¼ tsk paprikuduft
  • ¼ tsk dill

Setjið majónes, sýrðan rjóma, sinnep og sítrónusafa í lítinn skaftpott og hitið að suðu, lækkið þá hitann og hrærið vel í nokkrar mínútur og bætið þá kryddinu saman við og setjið ofan á brauðið.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert