Kann Bieber ekki að borða burrito?

mbl.is/Twitter

Mynd af Justin Bieber þar sem hann sést borða burrito hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Ástæðan er sú að aðferðafærði Biebers þykir afar einkennilegt og hreint alls ekki eins og almennt tíðkast. Borðar hann burritoið með því að bíta í miðju þess en venjan er að bíta fyrst í endann. 

Það var twitternotandi sem tók myndina en ekki hefur fengist staðfest hvort maðurinn á myndinni er í reynd Justin Bieber þótt sláandi líkindi séu með þeim. 

mbl.is/Twitter
mbl.is