Fyrstu sendingarnar seldust upp

Eldbakaður hálfmáni hefur slegið í gegn.
Eldbakaður hálfmáni hefur slegið í gegn. mbl.is/

„Við áttum engan veginn von á þessu,“ segir Kristín Rögnvaldsdóttir, sölustjóri Lindsay, um viðtökurnar sem nýjasta Grandiosa-pítsan hefur fengið í verslunum hérlendis. 

Um er að ræða svokallaðan hálfmána eða calzone sem er steinbakaður og frystur. Einungis þarf að hita hann upp í örbylgju í 2,5 mínútur til að fá fyrirtaksskyndimáltíð. 

Og svo virðist sem neytendur séu hrifnir því eins og áður segir seldust pítsurnar upp og gott betur því Kristín segir að þau hafi vart undan að fylla á. 

Þá vitum við hvernig skyndibitaþjóðin borðar þessa dagana. 

Kristín Rögnvaldsdóttir, sölustjóri Lindsay.
Kristín Rögnvaldsdóttir, sölustjóri Lindsay.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert