Kjúklingasalat með furuhnetum og fetaosti

mbl.is/Linda Ben

Þetta kjúklingasalat er með því einfaldara og hollara sem hægt er að setja saman í eldhúsinu enda er höfundur þess, Linda Ben, ákaflega hrifin af því – sem og kjúklingasalötum almennt þar sem þau séu bæði falleg (séu þau sæmilega gerð) og skemmtilegt sé að bera þau fram í matarboðum og saumaklúbbum. 

Það mótmælir því enginn enda veit Linda hvað hún syngur þegar kemur að mat en heimasíðuna hennar er hægt að nálgast HÉR.

Salat með grilluðum kjúklingi, furuhnetum, vínberjum og fetaostkubbi

  • 3 kjúklingabringur
  • Bragðmikil kjúklingakryddblanda
  • 250 g salatblanda með rucola og spínati
  • 2 dl rauð vínber
  • ½ fetaostkubbur
  • ½ dl ristaðar furuhnetur
  • 1 dl extra virgin ólífuolía
  • 3 msk. balsamik edik
  • 1 msk. ferskt timjan
  • 1 hvítlauksgeiri
  • ½ tsk. oreganó
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Setjið í skál ólífuolíu, balsamik edik, hvítlauksgeira, timjan, oreganó, salt og pipar. Blandið saman og leyfið að standa á meðan kjúklingurinn er eldaður.
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC. Kryddið kjúklinginn vel og steikið á riflaðri steikingarpönnu á hvorri hlið í u.þ.b. 4 mín. eða þangað til fallegar línur myndast í bringurnar. Bakið þær svo áfram í ofni í u.þ.b. 10-15 mín. eða þangað til þær eru fulleldaðar í gegn.
  3. Skerið vínberin í tvennt, brytjið fetaostkubbinn niður í bita og ristið furuhneturnar á heitri pönnu þar til þau eru orðin aðeins brún. Raðið svo á diska ásamt salatblöndunni.
  4. Skerið bringurnar niður og raðið á diskana, hristið vel í dressingunni og hellið yfir salatið.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert